Öllum þátttökuskólum stendur til boða að mæta í Menntaskólann í Kópavogi til að skoða aðstæður frá kl.13:00-14:00.
Laugardagurinn 12.apríl
Kl. 10:00 STUNDVÍSLEGA!!!: Mæta allir keppendur ásamt kennara sínum í Menntaskólann í Kópavogi. Keppendur þurfa að hafa með sér ALLT sem notað er við eldunina. Hnífa, bretti, skálar, vigtar, þeytara, pönnur, potta, eldföst mót, skeiðar, viskastykki, tuskur og annað sem þeir þurfa að nota. Mæta þarf með allt hráefni og allt sem á að skreyta borðið með.
Hver skóli fær eitt 6 manna borð til umráð. Borðin verða klædd hvítum dúkum en keppendum er frjálst að skreyta borð sitt á hvern þann hátt sem þeir vilja.
Áslaug Traustadóttir bíður keppendur velkomna og allir fá afhent hvítar kokkahúfur, hvítar plastsvuntur og viðurkenningaskjal fyrir þátttöku.
Kl. 10:15 Fulltrúi frá MK ávarpar keppendur og úthlutar vinnuplássi og útskýrir hvernig vinnuaðstaða, ofnar og annað virka.
Farið er yfir umgengnisreglur og annað sem skiptir máli.
KL.10:30 Nemendur fá að stilla upp borðinu sínu og gera búnað kláran kl.10:30.
Klukkan á slaginu 11:00 verða fyrstu átta skólarnir settir af stað og þeir skila réttum á borð klukkan 12:00. Næstu átta skólar byrja svo að elda 20 mínútum síðar og skila réttum sínum á borð kl.12:20.
MIKILVÆGT
Meðan keppnisliðin elda er öllum öðrum en fjölmiðlum, dómnefnd og starfsfólki MK bannaður aðgangur að keppendum. Aðstaða verður fyrir kennara liðanna að bíða meðan liðin elda. Opið verður í sal fyrir áhorfendur þegar keppendur bera rétti fram!
Þegar keppendur hafa borið rétt sinn fram fyrir dómara snúa þeir beint aftur í eldhús sitt, vaska allt upp, þrífa og raða dóti sínu í kassa/körfur.
Þegar dómnefnd hefur lokið störfum mun heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson afhenda verðlaun fyrir 3 efstu sætin.
Öll umgengni og hegðun þarf að vera fyrsta flokks því það er ómetanlegt að fá að nota glæsilega aðstöðu Menntaskólans í Kópavog og án þeirra aðstoðar færi þessi keppni ekki fram.