Kokkakeppni Rimaskóla verður haldin fimmta árið í röð miðvikudaginn 12. mars og hefst klukkan 13:30. Keppendur mæta í heimilisfræðistofu Rimaskóla kl.13:10 og keppnin sjálf hefst klukkan 13:30. Réttir verða lagðir fyrir dómnefnd klukkan 14:30 og verðlaunaafhending verður strax eftir að dómarar ljúka störfum.
Sigurvegarar í kokkakeppni Rimaskóla munu keppa fyrir hönd skólans í kokkakeppni Grunnskólanna í Menntaskólanum í Kópavogi þann 12. apríl.
Sigurvegarar keppninnar hljóta að launum glæsiveislu á Argentínu Steikhúsi og fá auk þess glæsilega gjöf frá Rimaskóla. Einnig eru veitt glæsileg verðlaun fyrir 2. og 3. sæti en upplýsingar um þau verða sett inn á næstu dögum.
Upplýsingar um dómnefnd verða settar inn á næstu dögum.
Allir nemendur sem eru í vali í heimilisfræði í 9. og 10. bekk býðst þátttaka og keppa þarf í 2ja - 4ra manna liðum.
Skráið ykkur og skilið uppskrift til Áslaugar í heimilisfræðistofuna eða sendið í pósti á aslaugtrausta@rimaskoli.is.
Ef fleiri en 7 lið skrá sig til keppni verður haldin undankeppni fimmtudaginn 6. mars og mánudaginn 10. mars og keppa þá 7 stigahæstu liðin í úrsliltakeppni miðvikudaginn 12. mars.
Skila þarf skráningu og uppskrift í allra síðasta lagi þriðjudaginn 4. mars. Eftir það verður ekki tekið við skráningum.
Reglur keppninnar eru undir "keppni" á forsíðunni.
Áslaug verður til skrafs og ráða alla daga niðri í heimilisfræðistofu og geta keppendur kíkt við og fengið fráð alveg fram að keppninni sjálfri en þá eru keppendur algjörlega á eigin vegum.